Að stemma af

Í pistlinum „að færa bókhald“ var mjög einföld skýring á hvernig á að færa bókhald. Segjum sem svo að nú sé búið að færa nokkrar færslur t.d. fyrir einn mánuð. Hvernig veit maður að rétt sé fært? Til þess að staðfesta að maður hafi fært allt rétt eru gerðar afstemmingar á efnahagslyklum. Best er að byrja á bankareikningnum. 

Afstemming á bankreikningi felur í sér að staðfesta að allar hreyfingar á bankayfirliti frá bankanum séu líka í bókhaldinu. Til að hefja afstemmingu þarf að hafa við höndina afstemmingu síðasta mánaðar, yfirlit frá bankanum yfir það tímabil sem á að stemma af og hreyfingar úr bókhaldi fyrir sama tímabil.

steps-in-preparing-bank-reconciliation-statement

Byrjað er á að skoða afstemmingu síðasta tímabils og staðfesta að færslur sem voru opnar (þ.e. átti eftir að færa í bókhald eða höfðu ekki komið fram hjá bankanum) gangi  út á réttum stöðu. Dæmi um færslu sem bankinn átti eftir að færa væri innborgun sem á sér stað á seinasta degi mánaðar sem kemur ekki fram hjá bankanum fyrr en daginn eftir. Dæmi um færslur sem á eftir að færa í bókhald eru t.d. bankakostnaður.

Næst eru færslur af bankayfirliti bornar saman við hreyfingar í bókhaldi. Merkt er við allar færslur sem eru á báðum stöðum. Muna að innborganir færast í debet í bókhald og útborganir færast í kredit.

Þegar búið er að merkja við allar færslur sem ganga út er gerð ný afstemming þar sem fram kemur hvað bankinn á eftir að færa (sjaldgjæft) og það sem á eftir að færa í bókhald.

Dæmigerð afstemming lítur svona út:

bankaafstemming sýnishorn

Þessi aðferð er notuð til að stemma af alla efnahagslykla sem eru notaðir til að halda utan um færslur vegna viðskipta við aðila utan fyrirtækisins.

Sumir efnahagslyklar eru notaðir til að halda utan um færslur sem ganga út innbyrðis, stundum kallaðir biðlyklar. Þá er ekki um að ræða yfirlit frá öðrum aðila. Dæmi um þetta er bókhaldslykill sem notaður er til að færa ógreidd laun. Þegar laun er reiknuð eru þau færð í kredit á biðlykilinn „ógreidd laun“ undir „Skuldir“ á móti gjaldfærslunn sem fer debet á launakostnað. Þegar launin eru greidd þá er það fært debet á biðlykilinn „ógreidd laun“ og kredit á banka. Eftir að laun hafa verið greidd á staðan á „ógreidd laun“ að vera á núlli. Það þarf að staðfesta í hverjum mánuði eftir að laun og launatengd gjöld hafa verið greidd að allir biðlyklar vegna launa séu á núlli.

Hér er hlekkur á kennslumyndband frá Háskólanum í Reykjavik sem sýnir aðeins flóknari bankaafstemmingu.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *