Allar færslur eftir radgefandi

Hvernig er heilsan?

Veist þú hvernig heilsa fyrirtækisins er? Margir sem eru með rekstur eiga fullt í fangi með að fylgjast með fjármálunum. Oft er látið duga að skoða stöðuna í bankanum daglega og nota hana sem mælikvarða á hvernig gengur. Ef það er inneign þá gengur vel, ef búið er að nota yfirdráttinn þá gengur ekki vel. Stjórnendur eru uppteknir við að byggja upp reksturinn og  í dagsins önn hafa þeir  lítinn tíma til þess að velta fyrir sér hvernig fjárhagsleg heilsa fyrirtækisins er í raun og veru.

Stærri fyrirtæki ráða fjármálastjóra í fullt starf sem sér um að hafa púlsinn á hvernig fjárhagsleg heilsa fyrirtækisins er. Stjórnendur smárra og jafnvel meðalstórra fyrirtækja veigra sér við að leggja út Í þann kostnað að ráða fjármálastjóra. Því er það frábær lausn að úthýsa fjármálastjórn.

Af hverju ættir þú að úthýsa fjármálastjórn?

Það getur verið mjög hagkvæmt fyrir smærri fyrirtæki sem búa ekki yfir mikilli bókhaldsþekkingu að fá utanaðkomandi aðila til að sjá um fjármálin t.d. þegar:

 • Fyrirtækið hefur mikla þörf fyrir einhvern til að sjá um fjármálin en hefur ekki efni á að ráða starfsmann í fast starf
 • Það er þörf fyrir einhvern til að sinna fjármálum en umfangið er of lítið fyrir fastan starfsmann
 • Það er nauðsynlegt að styrkja innri ferla og aðgreina störf
 • Sá aðili sem sér um fjármálin er að læra um bókhald í gegnum vinnuna og fyrirtækið þarf einhvern til að koma þeirri þekkingu á næsta stig
 • Fyrirtækið er í vexti en fjárhagur leyfir bara að ráða starfsmenn í almenn störf en ekki til að sinna fjármálum

Væri ekki frábært að hafa einhvern til að veita þessa þjónustu þegar þú þarft á því að halda án þess að ráða í fast starf, eða til að sjá um bókhaldið svo þú þurfir þess ekki? Að veita þér stuðning, upplýsingar og meiri tíma til að þú getir einbeitt kröftum þínum að því sem þú gerir best? Að fá upplýsingar tímanlega svo hægt sé að bregðast við fjárhags- eða rekstrarvanda á viðeigandi hátt ?

Að úthýsa fjármálastjórn eða bókhaldi er einföld og hagkvæm lausn. Úthýsing er í raun ekki rétta orðið því þú ert ekki að senda þessi verk út, þú ert að fá einhvern sem er þér innan handar og þú getur ráðfært þig við. Við högum vinnu okkar þannig að henti þér sem best.

Eftir þínum þörfum getum við komið inn sem fjármálastjóri, bókari eða ráðgjafi. Við getum meira að segja komið á stjórnarfundi (ef um það ræðir) til að kynna eða aðstoða við kynningu á uppgjöri eða fjárhagsáætlunum. Skýrslur sem við gerum eru auðskiljanlegar og upplýsingar settar fram á skýran hátt.

 Þjónustan  sem við veitum:

Fjármálastjóri

 • Greinum fjárhagsupplýsingar fyrirtækisins og setjum þær fram á viðeigandi hátt, mánaðarlega eða ársfjórðungslega eftir því sem við á
 • Gerum eða aðstoðum við gerð rekstrar- og efnahagsreikings sem er útbúinn sérstaklega fyrir þarfir þíns fyrirtækis
 • Útbúum sjóðstreymisyfirlit og áætlun til að þú þú getir brugðist við sveiflum í sjóðsstreymi
 • Gerum eða aðstoðum við gerð rekstraráætlana og framtíðarspár
 • Greinum kostnað og komum með tillögur um sparnaðarleiðir

Bókhald

 • Greinum bókhaldskerfið og meðferð bókhaldsgagna
 • Greinum verklag við skráningu bókhaldsgagna
 • Tryggjum að verklag sé rétt sett upp og að það virki á skilvirkan og hagkvæman hátt
 • Tryggjum að breytingar á skattalögum hafi ratað inn í bókhaldskerfið
 • Færum bókhaldsgögn reglulega og ekki sjaldnar en annan hvern mánuð ef fyrirtæki er VSK skylt
 • Bókfærum eða tryggjum að meðferð óvenjulegra færslna sé meðhöndluð á viðeigandi hátt
 • Stemmum af eða tryggjum að allir efnahagslyklar séu afstemmdir reglulega og sérstaklega í lok árs
 • Undirbúum gögn til endurskoðanda eða þess sem útbýr skattaskýrslu

Ráðgjöf:

 • Greinum arðsemi viðskiptavina
 • Greinum arðsemi á þjónustu og vörum
 • Ferlagreiningar og tillögur um úrbætur sem stuðla að skilvirkni
 • Innri endurskoðun
 • Úttekt á stjórnarháttum og leiðbeiningar um góða stjórnarhætti
 • Aðrar greiningar eða ráðgjöf eftir þörfum

Þjálfun og kennsla

Við getum aðstoðað þig við að fræða starfsfólk um bókhald og kenna því að nota bókhaldskerfið með það að markmiðað að það öðlist nægan skiling til að minnka lýkur á villum og að starfsmaðurinn fái nægan skilning og þekkingu til að geta unnið sjálfstætt.

Ráðgefandi er fyrirtæki sem leggur áherslu á þjónustu við lítil og meðalstór fyrirtæki sem þurfa að fá meiri yfirsýn yfir reksturinn. Við leggjum áhersla á að auka sjálfbærni viðskiptavinarins og hlutverk okkar er að styðja við og styrkja stjórnendur til að bæta og efla reksturinn. Til að hafa samband smelltu hér.

Breytingar á skattlagningu frá áramótum

Í fjárlögum sem samþykkt voru fyrir jól má finna ýmsar breytingar á skattalögum. Hér er hlekkur á vef RSK með upplýsingum um skatta, gjöld og bætur á árinu 2016.

Fyrir þá sem hafa áhuga á fjárlögunum í heild sinni þá er hlekkur á vef Alþingis hér.

Er óttinn við skattmann að gera út af við þig?

Það er óhjákvæmilegur fylgifiskur nýs árs að takast á við bókhaldið og skelfilegan bróðir þess, skattaskýrsluna. Það er mjög eðlilegt að fólk óttist að fylla út skattaskýrslur. Margir óttast að gera mistök sem gætu haft fjárhagslegar afleiðingar. Ef þú ert einn af þeim einstaklingum sem fær kvíðakast þegar minnst er á bókhald eða skatta þá ertu ekki einn á báti.

Hvað er til ráða?

 1. Biðja um hjálp. Það eru margir aðilar sem geta aðstoðað einstaklinga bæði með eigin framtöl og fyrir reksturinn. Er einhver vinur sem hefur góða þekkingu á skattskilum? Ef ekki þá má hafa samband við aðstoð hjá RSK eða ráða bókhaldsstofu eins og Ráðgefandi til að klára málið.
 2. Slaka á og skoða málið með yfirvegun. Það þarf ekki að skila skattaskýrslu einstakling fyrr en eftir miðjan mars. Hægt er að sækja um frest bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Nota tímann vel og fara yfir öll gögn og finna til allar kvittanir og reikninga. Leita síðan aðstoðar hjá RSK um vafaatriði eða ráða bókhaldsstofu til að sjá um að gera skattaskýrlsuna.
 3. Sækja námskeið í bókhaldi og skattskilum. Það eru mörg slík í gangi núna. Stíga svo inn í óttann og takast á við skattaskýrsluna áður en fresturinn rennur út. Þó niðurstaðan verði sú að fá aðstoð sbr. lið 1 eða 2 hér að ofan þá sakar aldrei að afla sér upplýsinga og auka þekkinguna.

Lumar þú á fleiri ráðum sem gætu komið öðrum að gagni? Það væri gaman að heyra frá þér.  Smelltu hér til að senda skilaboð

Nýtt nafn og ný heimasíða

Fáðu ráð hjá Ráðgefandi slf. er nýtt nafn á fyrirtækinu Sólstofan bókhald og ráðgjöf slf. Þó síðara nafnið hafi haft ákveðna þýðingu fyrir stofnanda þá var það orðið úrelt þar sem starfsemin var ekki lengur í sólstofu í Hveragerði heldur í sögulegu húsi á Eyrarbakka.   Lesa áfram Nýtt nafn og ný heimasíða

9 skref í átt að betri innheimtu

9 skref í átt að betri innheimtu

Öll fyrirtæki selja vörur og/eða þjónustu. Það er ástæða þess að fyrirtækið er yfirhöfuð til. Þar af leiðir þá þurfa öll fyrirtæki að fá greitt fyrir sína þjónsutu. Ef ekki er greitt um leið og þjónusta er innt af hendi eða vara er seld (staðgreitt) þarf að búa til kröfu (reikning) sem er bókuð á viðskiptavin á móti sölutekjum. Þar situr hún þar til greiðsla hefur borist og stundum þarf að grípa til aðgerða (innheimtu) til að fá greitt. Hér á eftir eru 9 skref í átt að betri innheimtu:

 1. Öðlast skilning á hvað innheimta er og um hvað hún snýst Lesa áfram 9 skref í átt að betri innheimtu

10 algeng bókhaldstengd mistök sem eigendur fyrirtækja gera

Sem eigandi fyrirtækis þá er mikilvægt að þú sért vel inni í allri starfseminni. Þú þarft ekki að hafa vit á öllu. Margir fyrirtækjaeigendur setja upp alls konar hatta eftir aðstæðum, en margir eiga mjög erfitt með að setja upp bókhaldshattinn.

Þegar bókhaldinu er ekki sinnt almennilega er hætta á fjárhagslegum mistökum sem geta hamlað vexti eða haft neikvæð áfrif á afkomuna, heft fjárstreymi, kallað á kastljós skattsins á fyrirtækið eða eyðilagt orðstír gagnvart birgjum, viðskiptavinum og starfsfólki. Lesa áfram 10 algeng bókhaldstengd mistök sem eigendur fyrirtækja gera

Fjögur atriði til að auðvelda bókhaldið

Margir kannast við að fá kvíðakast þegar talað er um bókhaldið. Jafnvel þeir sem eru búnir að reka fyrirtæki í nokkur ár eiga oft erfitt með að halda fókus þegar kemur að fjármálum og bókhaldi. Það eru nokkur atriði sem allir geta tamið sér til að auðvelda sér lífið og ganga í augun á bókarnum sínum.

Lesa áfram Fjögur atriði til að auðvelda bókhaldið

Bókhald – orðskýringar

Hér eru skýringar á algengustu orðum og orðatiltækjum sem notuð eru í bókhaldi.

Efnahagsreikiningurinn

 • Bókhaldsjafnan: Eignir = skuldir + eigið fé. Þetta er mikilvægasti þáttur í færslu tvíhliða bókhalds þar sem hver debet færsla á sér jafna kreditfærslu.

Lesa áfram Bókhald – orðskýringar

Að stemma af

Í pistlinum „að færa bókhald“ var mjög einföld skýring á hvernig á að færa bókhald. Segjum sem svo að nú sé búið að færa nokkrar færslur t.d. fyrir einn mánuð. Hvernig veit maður að rétt sé fært? Til þess að staðfesta að maður hafi fært allt rétt eru gerðar afstemmingar á efnahagslyklum. Best er að byrja á bankareikningnum.  Lesa áfram Að stemma af

Við erum á Facebook

Við erum komin á Facebook og hér er hlekkur á síðuna okkar. Færslur er settar þar inn nokkrum sinnum í viku. Þeir sem vilja fylgjast með okkur er bent á að „Líka“ síðuna.