Er óttinn við skattmann að gera út af við þig?

Það er óhjákvæmilegur fylgifiskur nýs árs að takast á við bókhaldið og skelfilegan bróðir þess, skattaskýrsluna. Það er mjög eðlilegt að fólk óttist að fylla út skattaskýrslur. Margir óttast að gera mistök sem gætu haft fjárhagslegar afleiðingar. Ef þú ert einn af þeim einstaklingum sem fær kvíðakast þegar minnst er á bókhald eða skatta þá ertu ekki einn á báti.

Hvað er til ráða?

  1. Biðja um hjálp. Það eru margir aðilar sem geta aðstoðað einstaklinga bæði með eigin framtöl og fyrir reksturinn. Er einhver vinur sem hefur góða þekkingu á skattskilum? Ef ekki þá má hafa samband við aðstoð hjá RSK eða ráða bókhaldsstofu eins og Ráðgefandi til að klára málið.
  2. Slaka á og skoða málið með yfirvegun. Það þarf ekki að skila skattaskýrslu einstakling fyrr en eftir miðjan mars. Hægt er að sækja um frest bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Nota tímann vel og fara yfir öll gögn og finna til allar kvittanir og reikninga. Leita síðan aðstoðar hjá RSK um vafaatriði eða ráða bókhaldsstofu til að sjá um að gera skattaskýrlsuna.
  3. Sækja námskeið í bókhaldi og skattskilum. Það eru mörg slík í gangi núna. Stíga svo inn í óttann og takast á við skattaskýrsluna áður en fresturinn rennur út. Þó niðurstaðan verði sú að fá aðstoð sbr. lið 1 eða 2 hér að ofan þá sakar aldrei að afla sér upplýsinga og auka þekkinguna.

Lumar þú á fleiri ráðum sem gætu komið öðrum að gagni? Það væri gaman að heyra frá þér.  Smelltu hér til að senda skilaboð

2 athugasemdir á “Er óttinn við skattmann að gera út af við þig?

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *