Hvernig er heilsan?

Veist þú hvernig heilsa fyrirtækisins er? Margir sem eru með rekstur eiga fullt í fangi með að fylgjast með fjármálunum. Oft er látið duga að skoða stöðuna í bankanum daglega og nota hana sem mælikvarða á hvernig gengur. Ef það er inneign þá gengur vel, ef búið er að nota yfirdráttinn þá gengur ekki vel. Stjórnendur eru uppteknir við að byggja upp reksturinn og  í dagsins önn hafa þeir  lítinn tíma til þess að velta fyrir sér hvernig fjárhagsleg heilsa fyrirtækisins er í raun og veru.

Stærri fyrirtæki ráða fjármálastjóra í fullt starf sem sér um að hafa púlsinn á hvernig fjárhagsleg heilsa fyrirtækisins er. Stjórnendur smárra og jafnvel meðalstórra fyrirtækja veigra sér við að leggja út Í þann kostnað að ráða fjármálastjóra. Því er það frábær lausn að úthýsa fjármálastjórn.

Af hverju ættir þú að úthýsa fjármálastjórn?

Það getur verið mjög hagkvæmt fyrir smærri fyrirtæki sem búa ekki yfir mikilli bókhaldsþekkingu að fá utanaðkomandi aðila til að sjá um fjármálin t.d. þegar:

 • Fyrirtækið hefur mikla þörf fyrir einhvern til að sjá um fjármálin en hefur ekki efni á að ráða starfsmann í fast starf
 • Það er þörf fyrir einhvern til að sinna fjármálum en umfangið er of lítið fyrir fastan starfsmann
 • Það er nauðsynlegt að styrkja innri ferla og aðgreina störf
 • Sá aðili sem sér um fjármálin er að læra um bókhald í gegnum vinnuna og fyrirtækið þarf einhvern til að koma þeirri þekkingu á næsta stig
 • Fyrirtækið er í vexti en fjárhagur leyfir bara að ráða starfsmenn í almenn störf en ekki til að sinna fjármálum

Væri ekki frábært að hafa einhvern til að veita þessa þjónustu þegar þú þarft á því að halda án þess að ráða í fast starf, eða til að sjá um bókhaldið svo þú þurfir þess ekki? Að veita þér stuðning, upplýsingar og meiri tíma til að þú getir einbeitt kröftum þínum að því sem þú gerir best? Að fá upplýsingar tímanlega svo hægt sé að bregðast við fjárhags- eða rekstrarvanda á viðeigandi hátt ?

Að úthýsa fjármálastjórn eða bókhaldi er einföld og hagkvæm lausn. Úthýsing er í raun ekki rétta orðið því þú ert ekki að senda þessi verk út, þú ert að fá einhvern sem er þér innan handar og þú getur ráðfært þig við. Við högum vinnu okkar þannig að henti þér sem best.

Eftir þínum þörfum getum við komið inn sem fjármálastjóri, bókari eða ráðgjafi. Við getum meira að segja komið á stjórnarfundi (ef um það ræðir) til að kynna eða aðstoða við kynningu á uppgjöri eða fjárhagsáætlunum. Skýrslur sem við gerum eru auðskiljanlegar og upplýsingar settar fram á skýran hátt.

 Þjónustan  sem við veitum:

Fjármálastjóri

 • Greinum fjárhagsupplýsingar fyrirtækisins og setjum þær fram á viðeigandi hátt, mánaðarlega eða ársfjórðungslega eftir því sem við á
 • Gerum eða aðstoðum við gerð rekstrar- og efnahagsreikings sem er útbúinn sérstaklega fyrir þarfir þíns fyrirtækis
 • Útbúum sjóðstreymisyfirlit og áætlun til að þú þú getir brugðist við sveiflum í sjóðsstreymi
 • Gerum eða aðstoðum við gerð rekstraráætlana og framtíðarspár
 • Greinum kostnað og komum með tillögur um sparnaðarleiðir

Bókhald

 • Greinum bókhaldskerfið og meðferð bókhaldsgagna
 • Greinum verklag við skráningu bókhaldsgagna
 • Tryggjum að verklag sé rétt sett upp og að það virki á skilvirkan og hagkvæman hátt
 • Tryggjum að breytingar á skattalögum hafi ratað inn í bókhaldskerfið
 • Færum bókhaldsgögn reglulega og ekki sjaldnar en annan hvern mánuð ef fyrirtæki er VSK skylt
 • Bókfærum eða tryggjum að meðferð óvenjulegra færslna sé meðhöndluð á viðeigandi hátt
 • Stemmum af eða tryggjum að allir efnahagslyklar séu afstemmdir reglulega og sérstaklega í lok árs
 • Undirbúum gögn til endurskoðanda eða þess sem útbýr skattaskýrslu

Ráðgjöf:

 • Greinum arðsemi viðskiptavina
 • Greinum arðsemi á þjónustu og vörum
 • Ferlagreiningar og tillögur um úrbætur sem stuðla að skilvirkni
 • Innri endurskoðun
 • Úttekt á stjórnarháttum og leiðbeiningar um góða stjórnarhætti
 • Aðrar greiningar eða ráðgjöf eftir þörfum

Þjálfun og kennsla

Við getum aðstoðað þig við að fræða starfsfólk um bókhald og kenna því að nota bókhaldskerfið með það að markmiðað að það öðlist nægan skiling til að minnka lýkur á villum og að starfsmaðurinn fái nægan skilning og þekkingu til að geta unnið sjálfstætt.

Ráðgefandi er fyrirtæki sem leggur áherslu á þjónustu við lítil og meðalstór fyrirtæki sem þurfa að fá meiri yfirsýn yfir reksturinn. Við leggjum áhersla á að auka sjálfbærni viðskiptavinarins og hlutverk okkar er að styðja við og styrkja stjórnendur til að bæta og efla reksturinn. Til að hafa samband smelltu hér.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *