Meðferð bókhaldsgagna

Lang auðveldasta leiðin til þess að halda utan um bókhaldsgögn er að nota  bankareikning til þess.

Allir reikningar og kostnaður er greiddur af bankareikningnum.

Öllum innborgunum af sölu (vöru eða þjónustu), framlögum eða styrkjum er beint inn á bankareikninginn.

Afborganir lána greiðast af reikningnum.

Innborganir vegna veittra lána eru greiddar inn á reikninginn.

Öll gögn eru geymd og sett í möppu í dagsetningaröð með nýjustu dagsetningu fremst.
Bankayfirlit er sett fremst í möppuna og það notað til að staðfesta að öll gögn hafi ratað inn í möppuna.

Nokkur atriði sem þarf að hafa í huga:

Öll bókhaldsgögn eiga að vera skráð á kennitölu viðkomandi og það á við um bæði fyrirtæki og einstaklinga sem eru með rekstur

Ef nýta á virðisaukaskatta af kostnaði  þurfa að liggja fyrir frumrit eða rafræn gögn sem uppfylla kröfur skattayfirvalda. Ekki er heimilt að nota ljósrit eða færa kostnað eftir yfirlitum.

Það er hægt að spara mikla vinnu með því að ganga frá gögnum á réttan stað strax, því mikill tím getur farið í að leita eftir á að gögnum. Ras

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *