Nýtt nafn og ný heimasíða

Fáðu ráð hjá Ráðgefandi slf. er nýtt nafn á fyrirtækinu Sólstofan bókhald og ráðgjöf slf. Þó síðara nafnið hafi haft ákveðna þýðingu fyrir stofnanda þá var það orðið úrelt þar sem starfsemin var ekki lengur í sólstofu í Hveragerði heldur í sögulegu húsi á Eyrarbakka.  Því þótti við hæfi að söðla um og lagt var á ráðin um nýtt nafn. Niðurstaðan var „Fáðu ráð hjá Ráðgefandi slf.“ Heimasíðan okkar verður „radgefandi.is“ og netfang til að fá tilboð eða leita upplýsinga verður „fadurad(hja)radgefandi.is“.

Á sama tíma og nafninu er breytt er þessi nýja heimasíða tekin í notkun. Allar upplýsingar sem voru á gömlu heimasíðunni hafa verið fluttar hingað og fullt af nýjum verður bætt við hér.

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *