Um okkur

Fyrirtækið

Ráðgefandi er fyrirtæki sem leggur áherslu á þjónustu við lítil og meðalstór fyrirtæki sem þurfa að fá meiri yfirsýn yfir reksturinn. Oft eru þessi fyrirtæki með mjög takmarkaðar upplýsingar um heilsu fyrirtækisins og fá ekki heildaryfirlit yfir liðið ár fyrr en langt er liðið á næsta ár eftir að búið er að skila skattaskýrslu. Því eru þessir rekstraraðilar aldrei með rauntímayfirlit yfir heilsu fyrirtækisins.

Markmið Ráðgefandi er að veita þjónustu sem gefur stjórnendum kost á að fá betri yfirsýn yfir reksturinn og fá vísbendingar um heilsu fyrirtækisins tímanlega þannig að hægt sé að grípa inn í ef stefnir í óefni og gera viðeigandi ráðstafanir.

Þjónustan er þríþætt. Hægt er að fá starfsmann í föst verkefni s.s. fjármálastjóra eða bókara. Einnig er hægt að fá starfmann sem sinnir einstökum og tímabundnum verkefnum. Enn fremur er hægt að fá ýmiskonar ráðgjöf, kennslu og leiðsögn til að bæta reksturinn.

Ráðgefandi leggur áhersla á að auka sjálfbærni viðskiptavinarins og hlutverk okkar er að styðja við og styrkja stjórnendur til að bæta og efla reksturinn.

 

Fólkið

Ósk Gústafsdóttir

Ósk er viðskiptafræðingur með BBA próf frá Zicklin School of Business, Baruch College, CUNY í New York. Námið var miðað við að af því loknu gætu nemendur tekið endurskoðendapróf skv. Amerískum lögum og reglum (CPA eða Certified Public Accountant). Ósk bjó í Bandaríkjunum í 20 ár en fluttist til Íslands á miðju ári 2006 eftir að hafa lokið námi. Hún hefur áratuga reynslu af fyrirtækjarekstri, fjárhagsbókhaldi og ráðgjöf og hefur m.a. verið fjármálastjóri, aðalbókari, ráðgjafi og framkvæmdastjóri.