Þjónusta

Fjármálastjórn

Regluleg fjármálastjorn með áherslu á sparnað og hagkvæmni. Uppgjör og upplýsingar um reksturinn tímanlega. 

Fjármálastjórn

Fjármálastjórn vill oft sitja á hakanum hjá litlum og meðalstótum fyrirtækjum þar sem eigendur hafa öðrum hnöppum að hneppa við reksturinn og fá ekki yfirlit yfir stöðuna fyrr en mörgum mánuðum eftir lok rekstrarársins þegar búið er að skila skattaskýrslunni. Þá er oft seint að grípa inn ef breytinga er þörf til að hagræða í rekstrinum.

Því bjóðum við þessa þjónustu og leggjum áherslu á að auka upplýsingaflæði með reglulegum uppgjörum. Einstakir kostnaðarliðir verða skoðaðir með það að markmiði að skera burtu óþarfa fitu. Einnig verður arðsemi verkefna skoðuð til að auðvelda stjórnandanum að leggja áherslu á þau verkefni sem skila mestu hagnaði.

Ráðgjöf

Ráðgjöf varðandi rekstur m.a. greiningarvinna, innri endurskoðun, ferlagreiningar, gerð viðskiptaáætlana og ársreikninga, stofnun fyrirtækja, úttekt á stjórnarháttum og önnur sérhæfð verkefni.

Bókhald

Færsla á bókhaldsgögnum og afstemmingar eftir þörfum. Útreikningur launa og skilagreinar vegna staðgreiðslu, lífeyrissjóðs og stéttarfélagsgjalda. Útgáfa reikninga og innheimta. VSK afstemming og uppgjör.

Bókhald

Færsla á bókhaldsgögnum daglega, vikulega eða mánaðarlega eftir þörfum viðskiptavinar. Afstemmingar bankareikninga og kreditkorta reglulega. Afstemmingar annarra efnahagslykla eftir þörfum.

Launavinnsla

Útreikningur launa, rafrænar sendingar launaseðla og skilagreina vegna staðgreiðslu, lífeyrissjóðs og stéttarfélagsgjalda. Senda launamiða og verktakamiða til skattayfirvalda.

Gerð reikninga og innheimta

Gefa út reikninga til innheimtu og senda skrár í banka ef um það ræðir. Sækja skrár úr banka ef um það ræðir. Senda út áminningar til viðskiptavina sem eru með ógreiddar stöður.

Virðisaukaskattsskýrslur

Stemma af, útbúa og senda virðisaukaskattsskýrslur til skattayfirvalda.