Bókhaldsgögn

Bókhaldsgögn eru allir pappírar eða rafræn gögn sem sýna eða staðfesta færslu fjármuna frá einum aðila til annars. Eftirfarandi er listi yfir helstu tegundir bókhaldsgagna:

  • Reikningar og sölunótur vegna kaupa á aðföngum, vörum, búnaði og öðru sem notað er við rekstur
  • Kvittanir vegna innkaupa eða greiðslna  í gegnum kreditkort, debetkort eða með peningum
  • Bankafærslur s.s. millifærslur á milli reikninga eða á þriðja aðila
  • Kvittanir fyrir innborgunum á bankareikning
  • Bankayfirlit og yfirlit frá öðrum stofnunum og fyrirtækjum
  • Launaseðlar og skilagreinar vegna launatengdra gjalda
  • Virðisaukaskattsskýrslur
  • Lánasamningar
  • Kaupsamningar

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *